GALLERĶ
MYNDIR
FERILL
SŻNINGAR
SKRIF

2021   

2020   

2019   

2018   

2017   

2016   

2015   

2014   

2013   

2012   

2011   

2010   

2009   

2008   

2007   

2006   

2005   

2004   

2003   

2002   

2001   

2000   

1999   

1998   

1997   

1996   

1995   

1994   

1993   

1992   

1991   

1990   

1989   

1988   

1987   

1986   

1985   

1984   

Öll įrin   

e-mail
Vikublašiš 7. maķ 1993
Ólafur Gķslason

Landslagiš og mynd žess.

Ekkert listaverk er fullkomlega heildstętt en öll listaverk lįta sem žau séu órjśfanleg heild og lenda žannig ķ innri mótsögn

Eitthvaš į žessa leiš skżrir Theodor Adorno eina af mörgum žversögnum listarinnar, og žversagnir koma óhjįkvęmilega upp ķ hugann žegar viš skošum athyglisverša sżningu Georgs Gušna į nokkrum olķumįlverkum af ķslensku landslagi sem nś stendur yfir ķ Nżlistasafninu. Meš óvenju vöndušum vinnubrögšum og markvissum hętti beitir hann hefšbundnum ašferšum olķumįlverksins til žess aš magna fram nįttśrustemmingar ķ ķslensku landslagi. Žaš óvęnta viš myndir Georgs Gušna er hvorki fólgiš ķ mišlinum né višfangsefninu, heldur hinu aš honum skuli takast aš koma okkur į óvart meš žessum mjög svo hefšbundnu mešulum. En um leiš og myndir hans eru seišandi og leiša okkur inn ķ žokukennda stemningu sem er hlašin ępandi žögn, žį vekja žęr einnig spurningar um tengsl myndar og ytri veruleika. Žaš hefur veriš eitt megineinkenni myndlistar 20. aldarinnar aš hśn hefur leitast viš aš brjóta nišur blekkingarvef lisstarinnar. Ein af žessum blekkingum var gošsagan um landslagiš og aš hęgt vęri aš fanga fegurš žess ķ mįlverki eša mynd. Žaš er langt sķšan mönnum varš ljóst aš endalausar tilraunir til žess aš framkalla litbrigši sólarlagsins ķ mįlverki, svo dęmi sé tekiš, voru dęmdar til aš mistakast. Žęr uršu ķ besta falli hįšung viš žann veruleika sem žeim var ętlaš aš framkalla. Tungumįl landslagsins og nįttśrunnar lżtur einfaldlega öšrum lögmįlum en tungumįl mįlverksins og tengslin į milli nįttśrufeguršar og listręnnar feguršar reyndust ekki fólgin ķ beinni eftirlķkingu nįttśrunnar. Žess vegna hafnaši módernisminn nįttśrunni sem beinni fyrirmynd og beindi athyglinni ę meir aš frumeigindum listmišilsins: liturinn var sviptur allri tįlnręnni merkingu og formiš stóš fyrir sig sjįlft og ekkert annaš. Ķ besta falli voru litur og form notuš til žess aš tįkna innri veruleika mannsins eša tjį tilfinningar hans beint og óhįš skynjanlegu yfirborši hins ytri veruleika. Žessi višhorfsbreyting varš samfara breyttu višhorfi til nįttśrunnar. Fegurš ķ nįttśrunni var ekki lengur bundin viš įkvešiš sjónarhorn eša landslag og fyrirfram skilgreind birtuskilyrši. Hśn var hinsvegar órjśfanlega tengd hverfulum hughrifum sem eiga žaš sammerkt meš hughrifum listaverksins aš rista dżpra en hugtakakerfi okkar daglega tungumįls, žannig aš allar tilraunir til endanlegrar skilgreiningar į feguršinni, hvort sem er ķ nįttśrunni eša listinni, hafa reynst įrangurslausar. Nįttśrufeguršin į žvķ ekkert skylt viš stašlašar feguršarķmyndir póstkortanna. Jafnvel ekki žar sem póstkortaframleišslan hefur veriš hvaš išnust viš aš hneppa feguršina ķ stöšluš form. Fyrir tępum aldarfjóršungi var ég staddur į śtsżnissvölum ķ hśsi sęnska lęknisins Axels Munthe į eyjunni Capri og virti fyrir mér śtsżni sem į sér fįar eša engar hlišstęšur ķ veröldinni. Žetta var ķ marsmįnuši, žaš var fįtt um feršamenn og yfir eynni hvķldi žögn og höfugur ilmur af nżśtsprungnu blómahafi sem hvarvetna blasti viš. Bergnuminn af upplifun žessa augnabliks var ég skyndilega vakinn til annars veruleika af įstföngnu dönsku pari sem komiš hafši śt į svalirnar. Žaš var stślkan sem rauf žögnina og sagši:,,Oh, herregud, det er ligesom pa postkortet.” Žį įttaši ég mig į žvķ aš póstkortin voru ekki bara hįšung viš žetta umhverfi, heldur gįtu žau lķka byrgt mönnum sżn og oršiš aš ódżru ,, surrogati” er kęmi ķ staš tķmalausrar upplifunar žessa óvišjafnanlega umhverfis. Eša meš öšrum oršum: var landslagiš eftirlķking póstkortsins eša póstkortiš eftirlķking žess? Žessi saga er ekki sögš hér til žess aš halda žvķ fram aš mįlverk Georgs Gušna séu póstkort. Žvert į móti vildi ég reyna aš įtta mig į žvķ sem greinir žau frį hefšbundnum landslagdmyndum póstkortanna. Myndir Georgs Gušna eiga žaš reyndar sammerkt meš póstkortalandslaginu aš hann velur sér góša śtsżnisstaši žar sem žokkafullur dalurinn sker sig inn ķ mišjan myndflötinn. Myndbyggingin er aš žessu leiti samhverf og hefšbundin. Žaš sem gerir myndir hans hins vegar aš seišmagnašri upplifun er liturinn, įferš hans og margręšni. Litafjölbreytnin er aš vķsu ekki mikil viš fyrstu sżn: mismunandi tónar ķ blįu og grįu sem stundum hverfast ofurlķtiš śt ķ gręnt. Žaš er hinsvegar nżtt ķ žessum myndum Georgs Gušna, mišaš viš fyrri verk sem ég hef séš eftir hann, aš tónskalinn er ekki dreginn jafnt og samfellt frį hinu dökka til hins ljósa, heldur er flöturinn brotinn upp meš lįréttum og lóšréttum fléttum sem gera žaš aš verkum aš yfirborš myndarinnar veršur lifandi og ekki allt sem žaš er séš. Liturinn togar okkur inn ķ mįlverkiš og leysir upp yfirborš žess ķ margręšan vef sem myndar žetta sérstaka andrśmsloft eša ,,įru” sem er einfaldlega sannfęrandi, jafnvel žótt viš vitum og sjįum aš žaš byggir į sjónhverfingu. Myndin gefur sig žvķ śt fyrir aš vera órofa heild, en viš sjįum jafnframt aš žessum įhrifum er nįš meš žvķ aš leggja litinn į léreftiš eftir įkvešnum reglum og blanda hann ķ įkvešnum hlutföllum meš fernisolķu. Žessar myndir gefa okkur ekki stašlaša mynd af einhverri fyrirfram skilgreindri nįttśrufegurš, žęr koma ekki ķ stašinn fyrir landslagiš séš af jökuldalsheišinni žótt einhver kunni aš koma auga į lķkingu žar į milli, heldur hefur listamašurinn skapaš sér įkvešiš tungumįl sem byggir į įkvešinni reglu sem gengur upp ķ heildstęšu formi į sannfęrandi hįtt. Blekkingin eša sjónhverfingin er nęgilega sannfęrandi til žess aš viš meštökum hana sem heildstęša mynd af veruleikanum. Žaš er žvķ ekki lķkingin viš landslagiš sem gerir myndir Georgs Gušna sannfęrandi, heldur žaš ,,tungumįl” litarins sem hann hefur skapaš og žaš sammerkt meš tungumįli nįttśrunnar aš rista dżpra en svo aš hugtakakerfi okkar nįi aš skilgreina žaš ķ eitt skipti fyrir öll sem stašlaš form. Nęst žegar viš komum af Jökuldalsheišinni og horfum nišur ķ Jökuldalinn ķ mistri morgunbirtunnar munum viš vonandi ekki hrópa upp: ,,Guš minn góšur, žetta er rétt eins og mįlverk eftir Georg Gušna!,” heldur minnast žess aš nįttśran į sitt eigiš sjįlfstęša tungumįl og listin annaš. Bęši eiga žaš hins vegar til aš róta svo upp ķ huga okkar aš viš veršum vart söm į eftir.

<< til baka

 
                   View page in english  - © Georg Gušni Hauksson - Vefsmķši: EK