 |
Sunnudaginn 27. júní, 1999 Halldór Björn Runólfsson Eftir syndafalliđ Kirkjulistahátíđ í Hallgrímskirkju Ţađ er ekki svo galin hugmynd ađ opna kirkjulistahátíđ međ málverkum Georgs Guđna ţví trúlega er hann rómantískastur allra núlifandi listamanna okkar í andlegri merkingu ţess hugtaks. Líkt og í verkum forvera hans, ţeirra Caspar David Friedrich, William Turner og Thomas Cole, birtist guđdómurinn í líki ljóssins eftir storminn. Ţetta döggvota, ţokukennda tímabil í listasögunni átti sér enga samsvörun í íslenskri list, ef frá eru taldar fáeinar myndir eftir Ţórarin B. Ţorláksson, svo sem málverkiđ af Stóra Dímon , frá 1902, og vatnslitamyndir Ásgríms Jónssonar á fyrsta tug aldarinnar. Löngu síđar leiddu Júlíana Sveinsdóttir og Gunnlaugur Scheving andrúmsloftiđ á sinn órómantíska hátt inn í íslenska list, en ţađ var varla fyrr en eftir heimsstyrjöldina síđari. Án andrúmslofts er ekki hćgt ađ tala um rómantísk einkenni, enda fer lítiđ fyrir "ţeirri tík" í íslenskri landslagslist. Prósakenndur áţreifanleiki og litrćnt óţol gáfu ekkert svigrúm fyrir draumkenndar áherslur né gćlur viđ sálrćnar víddir. Ţađ er skrítiđ ţví eitt af sérkennum íslenskrar náttúru er vatnsmagniđ, votviđriđ og uppgufunin. Áţreifanleikinn er einungis viđ fćtur manns eins og Kjarval gerđi sér svo vel grein fyrir. Í fjarska tekur viđ dumbungurinn og deyfir allt formskyn. Nćmleiki Guđna fyrir fínlegum úđanum sem einkennir íslenska vćtu gerir hann ađ einhverjum sannasta landslagsmálara okkar fyrr og síđar. Hvađ varđar tilfinningu fyrir veđráttunni sýnir hann svo um munar ađ ungu meistararnir eru engir eftirbátar gömlu meistaranna. Ţá er náttúra Guđna ćtíđ mannlaus eins og leiktjöld Sigurđar málara Guđmundssonar frá öldinni sem leiđ. Hún er náttúra útilegumannsins, en eitt af fyrstu einkennunum sem útlendir ferđamenn reka augun í á ferđ sinni um Ísland er fólksfćđin. Viđ erum allir eyland eins og karlinn í tunglinu eđa Förusveinninn hans Friedrich, sem horfir út í fjarskann skýjum ofar , einn og yfirgefinn. Guđdómleg hugljómunin sem býr handan ţokuskotins dalverpisins í málverkum Guđna er álíka raunveruleg og vonin, sem hélt förusveini Müller og Schubert, Senancour og Liszt gangandi ţrátt fyrir öll vonbrigđin, tregann og vegaleysiđ. Ađ heimfćra nafnlausar dalamyndir listamannsins upp á hinn frćga 23. sálm Davíđs, sýnir ađ listráđi Hallgrímskirkju er ekki alls varnađ. Ţeir hafa greinilega lagt hausinn í bleyti; ef til vill sömu skúrina og Guđni hreppti ţegar hann leit dal síns einmana innri ofurmanns. << til baka
|
 |